Nemar í heimsókn

Næstkomandi fimmtudag, 15. febrúar, koma 3. árs iðjuþjálfanemar í heimsókn í Hugarafl og leiða okkur í gegnum hópastarf byggt á styrkleikum og jákvæðri nálgun. Allt Hugaraflsfólk boðið velkomið – þetta er kjörið tækifæri til að eiga skemmtilega stund saman og gefa svo upprennandi fagaðilum endurgjöf til að læra af.

Vinsamlegast skráið ykkur á töflunni í Hugarafli. Sjáumst á fimmtudaginn í fundarsal kl. 15-16