Skip to main content

Aðstandendahópur Síðumúla 6, 108 Reykjavík

Aðstandendahópurinn er öllum opinn. 

Hópurinn er starfræktur annan hvern fimmtudag.

Verið innilega velkomin! 

 

Markmið hópsins: 

-að aðstandendur hafi vettvang til að ræða sín mál

-að aðstandendur styrkist í hlutverki sínu sem nánasti aðstandandi, átti sig á nálgun, gefandi samskiptum og viðeigandi þátttöku í samskiptum við sinn nánasta

-að aðstandendur fái alhliða fræðslu um felst það sem snýr að geðröskunum, leiðum til úrbóta og viðeigandi bjargráðum f. aðstandendur

-að aðstandendur séu meðvitaðir um eigin heilsu og líðan

-að aðstandendur þekki mögulegar leiðir innan kerfisins þegar leita skal að þjónustu

-að aðstandendur verði meðvitaðir um réttindi sín

Leiðir:

Haldinn er fundur aðra hverja viku þar sem aðstandendur hittast með fagmanni.

Fundurinn fer fram á fimmtudögum kl.17:30-19:00.

Þagnarskylda er höfð í heiðri á fundunum. Einnig er lögð áhersla á að málflutningur fundarmanna sé þannig að umræða fari vel fram og að ekki sé talað neikvætt um persónur eða þær nafngreindar.

Aðstandendahópur hefur verið starfræktur frá upphafi og er sá virkasti og sá eini hér á landi. Hér er reynsla aðstandenda sett í farveg, reynslunni er miðlað til nýrra meðlima sem eru í fyrsta sinn að kynnast geðröskunum í fjölskyldunni og vantar stuðning til að efla bjargráð og að koma auga á leiðir.  Markmið hópsins er að styrkja aðstandendur í hlutverki sínu, að veita nauðsynlega fræðslu um eðli geðraskana, að veita aðstandendum innsýn í mögulegar leiðir um hvernig þeir geti styrkt sinn nánasta aðstandanda sem er að kljást við geðröskun. Einnig er stuðlað að því að aðstandandinn sjálfur hugi að eigin heilsu, styrki sjálfstraust og bjargráð í erfiðum aðstæðum. Aðstandendur hittast tvisvar í mánuði með fagmanni, ræða reynslu sína, ræða stöðu mála, hvað gengur vel og hvað ekki, leitað er lausna og leiða innan kerfis og utan.