Skip to main content
Fréttir

Álfahátíð í Hellisgerði til styrktar Hugarafli

By september 18, 2017No Comments

Laugardaginn 23. september frá klukkan 14:00 til 17:00 verður haldin barna og fjölskylduhátíð í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

* Álfaganga um Hellisgerði með Sigurbjörgu Karlsdóttur (Sibbu) sagnakonu
* Benedikt búálfur
* Siggi sæti og Solla stirða
* Barnaheilun
* Nuddari sem býður upp á tásunudd fyrir börnin
* Húlladúlla
* Andlitsmálning
* Álfaleit
* Álfasögustund
* Trúður mætir á svæðið
* Hljómsveitin Ylja leikur nokkur lög.

Aðgangur er ókeypis og veitingasala á staðnum þar sem allur peningur rennur beint til Hugarafls.

Einnig mun Hugarafl selja jólakortin sín og verða notendur samtakanna að kynna starfsemina og dreifa bæklingum.

Álfahátíðin er skipulögð af nemendum í viðburðarstjórnun í Háskólanum á Hólum. Við hvetjum alla til að mæta og taka börnin með á þennan yndislega viðburð.