Skip to main content
Fréttir

Biðlað til almennings

By júlí 24, 2017No Comments

Kæru Íslendingar

Í ljósi þeirrar alvarlegu fjárhagsstöðu sem félagið okkar er í viljum við að biðla til ykkar.  Við viljum óska eftir stuðningi hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða vinnustöðum. Við höfum þegar sent út valkröfur í heimabanka sem hægt er að greiða, einnig má styrkja Hugarafl með því að fara á heimasíðu Hugarafls, www.hugarafl.is  og á flipa sem heitir „Styrkja Hugarafl“  einnig er hægt að leggja inná reikning  0101-26-777149 kt.460204-2240-.  Ef valgreiðslur þær sem sendar hafa verið út valda óþægindum biðjumst við velvirðingar á ónæðinu.

Hugarafl er félag sem sinnir fólki með geðraskanir.  Til okkar kemur fólk sem er á misjöfnum stað í lífinu  en allir koma með það fyrir augum að langa að líða betur og ná bata á andlegri heilsu.  Félagið hefur verið fjársvelt til margra ára en nú er botninum náð þar sem stjórnvöld sjá ekki sóma sinn í að styðja við stærsta úrræði landsins utan spítalakerfisins.  Við sjáum því fram á að þurfa að draga saman seglin, minnka dagskrá og hætta að taka inn nýtt fólk ef ekki verður breyting á.  Biðlum við því til ykkar kæru samlandar að leggja okkur lið við að halda starfi okkar áfram, svo fólk geti haldið áfram sinni endurhæfingu, náð  betri geðheilsu og  farið aftur út á vinnumarkað eða í skóla.  Hver einasta króna skiptir máli í þessu sambandi, en við höldum áfram baráttunni fyrir félagið og munum ekki gefast upp fyrr en við náum eyrum ráðamanna og að ráðamenn styðji við Hugarafl í samræmi við það sem samtökin leggja af mörkum í málaflokknum.

Fyrir hönd Hugarafls

Málfríður Hrund Einarsdóttir , formaður Hugarafls.