Skip to main content
Fréttir

Brautryðjandi í endurhæfingu og valdeflingu

By júní 16, 2017No Comments

Í þessum þætti settust Þórður og Agla niður með Svövu Arnardóttir iðjuþjálfa, Hugaraflskonu og landsforseta JCI á Íslandi.

Svava er brautryðjandi í því að móta nýtt starf hjá Hugarafli sem byggir á endurhæfingu og valdeflingu. Hún er með hópstarf og vinnur að mikilvægum verkefnum með ungu fólki. Áður en hún hóf störf hjá Hugarafli var hún notandi Hugarafls og hefur náð ótrúlegum árangri í bata. Hún útskrifaðist úr Iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri og skrifaði lokaritgerð sína um batahvetjandi meðferðaraðila.