Strong Young Minds þjálfun í Rúmeníu

Hugarafl hefur verið í samstarfi við ýmis lönd í Evrópu í gegnum Erasmus+ í rúm tvö ár.  Dagana 2.-10. nóvember fóru fjórir félagar frá Hugarafli á námskeið sem ber titilinn Strong Young Minds sem haldið var í Măguri-Răcătău, í Rúmeníu. Þjálfunin snérist um að prófa námskrá (curriculum) og borðspil sem hefur verið þróað af Hugarafli […]

Geðteymi utan stofnana verður lagt niður

Í kvöldfréttum stöðvar 2 þann 19. nóvember var fjallað um fyrirhugaðar breytingar innan heilsugæslunnar sem verða til þess að áralöng reynsla og mikill árangur samstarfs á jafningjagrunni verður lagður niður.  Í staðinn eiga að koma sérfræðingateymi sem ætla sér að hafa samráð við notendur einu sinni á ári eins og lesa má í skýrslu um […]

Björgum Geðheilsu Eftirfylgd, björgum samvinnu notenda og fagfólks

Geðheilsa-eftirfylgd GET er teymi fagfólks sem hefur starfað innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðis undanfarin 15 ár í nánu samstarfi við Hugarafl, samtök notenda og hornsteinn í innleiðing þjónustu sem byggir á batanálgun og valdeflingu í íslensku við geðheilbrigðiskerfi. Starfið er í samræmi við áherslur í aðgerðaáætlun Alþingis í geðheilbrigðsmálum, ályktun SÞ og WHO: Áhersla á opin úrræði, […]

Félagsmálaráðherra í heimsókn

Síðasta föstudag fengum við góða gesti  í heimsókn frá félagsmálaráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra heillaðist af öllu lífinu í húsinu. Formaðurinn Málfríður Hrund Einarsdóttir og Svava Arnardóttir iðjuþjálfi Hugarafls sýndu honum húsið og kynntu starfssemina. Tónlistin ómaði frá Tónhugum, unga fólkið spjallaði við Þorstein í góða stund, Drekasmiðjan bauð hann velkomin og greint var frá málefni […]

Samskipti til samstarfs í Portúgal!

Nú fyrr í október fóru tvö ungmenni í Hugarafli til Lisbon í Portúgal, og tóku þátt í þjálfun fyrir æskulýðsleiðtoga og þjálfara sem kallast Samskipti til samstarfs. Samstarfsaðillar Hugarafls, Ha Moment heldu þessa þjálfun og stýrðu henni í samvinnu við ítalskan þjálfara sem heitir Laris. Þetta var kröftug 5 daga þjálfun þar sem 20 þáttakendur […]

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar

Föstudaginn 27. október frá kl. 8:30-10:00 munum við eiga notalega morgunstund með bakkelsi, kaffi og skemmtilegu spjalli um iðjuþjálfun og Hugarafl. Við fáum meðal annars svör við algengum spurningum um iðjuþjálfafagið og heyrum stutt innlegg um störf Auðar og Svövu iðjuþjálfa.

Klikkið – Daniel Fisher

Í þessum þætti af Klikk­inu má heyra við­tal við Daniel Fis­her sem Auður Axels­dóttir tók við hann á dög­un­um. Daniel Fis­her er geð­læknir frá Harvard Med­ical háskól­an­um. Hann er einn af fáum geð­læknum í heim­inum sem talar opin­ber­lega um reynslu sína af geð­sjúk­dóm­um. Hann hefur þrisvar áður komið til Íslands með fyr­ir­lestra og vinnu­smiðjur á […]

Batasmiðja um hamingju og gleði!

Næsta miðvikudag, 25. október frá kl. 13:10, verður batasmiðja þar sem fjallað verður um ýmislegt tengt hamingju og gleði.  Vonumst til að sjá sem flesta í skemmtilegri vinnusmiðju 

Styrkur til Hugarafls

Gallup veitti Hugarafli styrk að upphæð 150.000 kr. nú á dögunum. Fyrir stuttu gerði Gallup könnun þar sem þátttakendur fengu gjafabréf að launum fyrir þátttöku sína en gátu valið að andvirði gjafabréfsins rynni til Hugarafls í staðinn. Fjöldi þátttakenda ákvað að ánafna sinni umbun til Hugarafls og er styrkurinn veittur fyrir hönd þessara þátttakenda. Hugaraflsfólk […]

Von í bata

Í þessum þætti af Klikk­inu ræða Agla og Þórður um von í bata­ferl­inu. Vonin er stór þáttur í því hvernig maður jafnar sig á hinum ýmsu þáttum í líf­inu og ekki sýst í bata. Í þætt­inum er tekið við­tal við Ernu Líf sem hefur not­ast mikið við von í sínu bata­ferli og hefur góð ráð […]