Ævintýradagur í Hörpu með Sinfó

Nokkrir Hugaraflsmeðlimir tóku fimmtudaginn 15. febrúar alveg eldsnemma og mættu í Hörpuna að hlusta á opna æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.  Hópurinn fékk líka góða kynningu á starfi sveitarinnar og leiðsögn um húsakynni Hörpunnar. Sinfóníuhljómsveitin gaf Hugarafli 30 miða á tónleikanna um kvöldið og dágóður hópur tók kvöldið frá og naut þess að hlusta á Silfurfljótið eftir Áskel […]

Nauðsynlegt að hlusta á mannlega þáttinn

Það átti vel við að Auður Axelsdóttir, forstöðukona geðteymis Geðheilsu – Eftirfylgdar ræddi stöðu mála hjá geðteyminu og Hugarafli í Mannlega þættinum á Rás 1.  Mannlegi þátturinn hefur nefnilega setið talsvert á hakanum í þeim vinnubrögðum sem notendur og starfsfólk Geðheilsu – Eftirfylgdar hafa orðið vitni að á síðustu misserum. Skert geðheilbrigðisþjónusta á höfuðborgarsvæðinu fyrir […]

Klikkið – Raunverulegur bati, orðalag og reynsla

Í þessum fyrsta þætti ann­arrar þáttar­aðar Klikks­ins mun Svava Arn­ar­dóttir Iðju­þjálfi og Hug­arafls­kona, taka við­tal við Daniel Fis­her geð­lækni með lif­aða reynslu af geð­klofa. Spjall þeirra fer um víðan völl en þau taka fyrir geð­heil­brigð­is­mál hér­lendis sem og í Banda­ríkj­un­um. Daniel Fis­her er geð­læknir frá Harvard Med­ical háskól­an­­um. Hann er einn af fáum geð­læknum í heim­inum […]

Nemar í heimsókn

Næstkomandi fimmtudag, 15. febrúar, koma 3. árs iðjuþjálfanemar í heimsókn í Hugarafl og leiða okkur í gegnum hópastarf byggt á styrkleikum og jákvæðri nálgun. Allt Hugaraflsfólk boðið velkomið – þetta er kjörið tækifæri til að eiga skemmtilega stund saman og gefa svo upprennandi fagaðilum endurgjöf til að læra af. Vinsamlegast skráið ykkur á töflunni í […]

Minning um geðheilbrigðislausn sem virkaði of vel?

Eftir Jóhann Valbjörn Long Ólafsson: Það hefur gerst að ég hafi skrifað minningargreinar um látna samferðamenn sem hafa gefið af sér, verið mér og mínum góðir og látið gott af sér leiða. Mig langar lítið að skrifa þessa næstum minningargrein. En ég verð að leggja mitt fram þegar á að loka og leggja niður apparatið […]

Formaður velferðarnefndar biðlar til ráðherra

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis hefur augljóslega kynnt sér vel málavöxtu í málefnum GET og Hugarafls. Og hvernig sú ákvörðun að leggja niður slíkt starf passar einfaldlega ekki inn í þá stefnumótunarumræðu sem óskað er eftir, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum. Hér er á ferð þörf ábending til heilbrigðisráðherra sem við vonum að setji geðheilbrigðismál raunverulega […]

Hlegið um allan bæ til styrktar Hugarafli

Fyrsta skosk/íslenska uppistandshátíðin, “Scotch on Ice” verður haldin í Reykjavík 8.-10. febrúar.  Hópur grínista frá Skotlandi ætlar þá að sækja Íslendinga heim til að kynnast íslensku gríni og hjálpa okkur að hlæja í skammdeginu. Íslenskir uppistandarar slást í hópinn á sýningunum því ef einhverjar tvær þjóðir eiga samleið í gríni, þá eru það Ísland og […]

Góð heimsókn frá Sameinuðu þjóðunum

Dainius Puras, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna í geðheilbrigðismálum og prófessor í barnageðlækningum kom í stutta heimsókn til okkar í Hugarafl á föstudagsmorguninn.  Dainius var einn fyrirlesara á stórgóðri ráðstefnu Geðhjálpar sem bar yfirskriftina “vatnaskil”.   Ráðstefnan var haldin á Reykjavík Natura og gefur vonandi tóninn fyrir breyttar áherslur þegar kemur að stefnumótun í geðheilbrigðismálum hér á […]

Ályktun Hugarafls við svörum heilbrigðisráðherra

Fjöldi Hugarflsfólks og notendur Geðheilsu-eftirfylgdar, (hér eftir kallað GET) sátu saman á Hugaraflsfundi og hlustuðu á svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, þann 30. janúar 2018. Verður að segjast að mikil vonbrigði og vonleysi voru fyrstu viðbrögð margra sem sátu fundinn. Notendur og fagfólk í GET finnst þeir hafa verið útilokaðir frá öllum ákvarðanatökum […]

Fyrirspurn um málefni GET og Hugarafls á Alþingi

Hugaraflsfólk þakkar Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fyrir fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um málefni Geðheilsu – Eftirfylgdar og Hugarafls á Alþingi í dag. Það er gott að vita af fólki sem lætur sig málið varða og ómetanlegt fyrir notendur Geðheilsu – Eftirfylgdar og Hugarafl á þessum tímapunkti. Eins og fram kom í svari heilbrigðisráðherra er það algörlega óboðlegt […]