Minning um geðheilbrigðislausn sem virkaði of vel?

Eftir Jóhann Valbjörn Long Ólafsson: Það hefur gerst að ég hafi skrifað minningargreinar um látna samferðamenn sem hafa gefið af sér, verið mér og mínum góðir og látið gott af sér leiða. Mig langar lítið að skrifa þessa næstum minningargrein. En ég verð að leggja mitt fram þegar á að loka og leggja niður apparatið […]

Opið bréf frá formanni Hugarafls

Reykjavík 20.12.2017 Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að rjúfa samstarf og samning sem nú er í gildi við teymi Geðheilsu-eftirfylgdar(GET) og félagið sem ég veiti formennsku, Hugarafli. Í upphafinu árið 2003, var að beiðni Heilsugæslu höfuborgasvæðis ákveðið að Geðheilsa-Eftirfylgd (GET) yrði hýst  þar á bæ og myndi Heilsugæslan einnig hýsa starfsemi Hugarafls.  Þar sem leggja á […]

Mörgæs í eyðimörkinni

Hugaraflskonan Frida Adriana Martins skrifar: Um daginn var kvikmyndin “Mörgæsirnar hans Peter Popper” í sjónvarpinu. Hún fjallar um mann sem þarf að sinna sex mörgæsum í venjulegri borgaríbúð. Dýravernd fór fljótlega að kvarta yfir því að maðurinn væri ekki með réttan búnað eða næga reynslu til að annast þær, en mörgæsirnar elskuðu manninn hvort sem […]

„Hvernig leyfa geðlæknar sér að ávísa á lyf sem geta aukið sjálfsvígshættu?“

Ólafur Hr. Sigurðsson, íþróttakennari og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir að sjálfsvíg sonar síns skilji eftir ótal spurningar. Sonur hans, Bjarni Jóhannes, tók eigið líf þann 19. apríl síðastliðinn. Hann var einungis 26 ára gamall. Ólafur minnist hans í aðsendri grein í Austurfréttum. Ólafur opnar sig um þessa sáru og erfiðu lífsreynslu til að vekja athygli […]

Hugarafl skilar ungu fólki aftur út í lífið

Tilraunaverkefni félagasamtakanna Hugarafls snýst um að hlúa að geðheilsu og styðja ungt fólk, sem vill auka lífsgæði sín og fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í skóla. Svava Arnardóttir, iðjuþjálfi og forstöðukona verkefnisins, þekkir á eigin skinni að þurfa á endurhæfingu að halda og segir reynsluna nýtast sér vel í starfi. Vinnumálastofnun styrkir verkefnið. Samningurinn […]

Bakland sem bregst

Formaður Hugarafls skrifar: Það er ekki á hverjum degi sem starf á sviði geðheilbrigðismála fær æðstu viðurkenninu þjóðarinnar, Fálkaorðuna, en það hefur gerst einu sinni. Það gerðist 17 júní 2017. Það var starfsmaður innan Heilsugæslunnar eða Forstöðukona Geðheilsu-eftirfylgdar ( GET ) Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi sem hana hlaut. Fyrir 14 árum síðan fór sú hugsjónakona af […]

Höfum við virkilega efni á þessu?

Aron Leví Beck skrifar: Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á […]

Björgum Geðheilsu Eftirfylgd, björgum samvinnu notenda og fagfólks

Geðheilsa-eftirfylgd GET er teymi fagfólks sem hefur starfað innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðis undanfarin 15 ár í nánu samstarfi við Hugarafl, samtök notenda og hornsteinn í innleiðing þjónustu sem byggir á batanálgun og valdeflingu í íslensku við geðheilbrigðiskerfi. Starfið er í samræmi við áherslur í aðgerðaáætlun Alþingis í geðheilbrigðsmálum, ályktun SÞ og WHO: Áhersla á opin úrræði, […]

Grein frá Hugaraflskonu og notanda Geðheilsu – Eftirfylgdar

Ég var að horfa á flott viðtal við Auði Axelsdóttur forstöðukonu Geðheilsu – Eftirfylgdar, í þættinum Milli himins og jarðar sem sýndur var á N4 þann 11. okt.  Auður er auk þess ein af þeim fimm sem stofnuðu Hugarafl árið 2003 og hefur lagt mikið af mörkum til geðheilbrigðismála eins og flestum er kunnugt um.  […]

Ungir karlmenn sem vilja deyja

Ingólfur Sigurðsson skrifar á visir.is Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega […]