Höfum við virkilega efni á þessu?

Aron Leví Beck skrifar: Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á […]

Björgum Geðheilsu Eftirfylgd, björgum samvinnu notenda og fagfólks

Geðheilsa-eftirfylgd GET er teymi fagfólks sem hefur starfað innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðis undanfarin 15 ár í nánu samstarfi við Hugarafl, samtök notenda og hornsteinn í innleiðing þjónustu sem byggir á batanálgun og valdeflingu í íslensku við geðheilbrigðiskerfi. Starfið er í samræmi við áherslur í aðgerðaáætlun Alþingis í geðheilbrigðsmálum, ályktun SÞ og WHO: Áhersla á opin úrræði, […]

Grein frá Hugaraflskonu og notanda Geðheilsu – Eftirfylgdar

Ég var að horfa á flott viðtal við Auði Axelsdóttur forstöðukonu Geðheilsu – Eftirfylgdar, í þættinum Milli himins og jarðar sem sýndur var á N4 þann 11. okt.  Auður er auk þess ein af þeim fimm sem stofnuðu Hugarafl árið 2003 og hefur lagt mikið af mörkum til geðheilbrigðismála eins og flestum er kunnugt um.  […]

Ungir karlmenn sem vilja deyja

Ingólfur Sigurðsson skrifar á visir.is Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega […]

Klikkið – Kvíði

Í þessum þætti ræða Þórður og Agla um kvíða og hinar ýmsu birtingarmyndir kvíða. Mörg orð í íslenskri tungu lýsa einhvers konar kvíðaástandi eins og óöryggi, beygur, stress, ónot, ótti, felmtur og ofsahræðsla. Þetta eru allt missterk form af sama viðbragðinu sem virkjast mismikið. Sumir segjast aldrei vera kvíðnir en líklega finna þeir stundum fyrir […]

Áfall­a­streiturösk­un get­ur drepið þig!

„Júní er alþjóðleg­ur mánuður Post Traumatic Stress Disor­der (PTSD) og Comp­l­ex Post Traumatic Stress Disor­der (CPTSD). Á Íslandi kallað einu nafni áfall­a­streiturösk­un og/​eða áfall­a­streita. Af þessu til­efni lang­ar mig að deila reynslu af mínu meg­in­ein­kenni, ofsa­kvíða- og panikk­asti. Ég hafði þróað veik­ind­in 2 ár þegar dæmið sem ég tek gerðist. Á þess­um 2 árum stig­versnuðu […]

Málefni Hugarafls ofarlega í huga margra

Selma Ragnheiður Klemensdóttir iðjuþjálfi tjáði sig um málefni Hugarafls á afmælisdegi félagsins. Í dag á afmælisdegi Hugarafls langar mig að tjá mig um þau samtök sem eru mér mjög kær. Það er fyrir mér óskiljanlegt að fólk sem stjórnar því hvert peningarnir í okkar landi fara, gefi sér ekki betri tíma til að sjá og […]

Skilaboð frá aumingjakynslóðinni

Kæru foreldrar og aðrir meðlimir eldri kynslóðarinnar, Ég veit ekki hversu oft ég heyri að við unga fólkið í dag séum algerir aumingjar. Við nennum ekki í skólann, nennum ekki að vinna, nennum ekki að læra, nennum ekki að hreyfa okkur, erum alltaf þreytt og gerum ekkert annað en að sofa á daginn og djamma […]

Hvernig er að burðast með sársaukapoka allt sitt líf?

Að finna til Sársauki. Að finna til. Mín reynsla segir að ég lifi ekki hamingjusömu lífi með óuppgerðan sársauka. Ég skal reyna að útskýra hvers vegna. Ég hætti mér kannski á slóðir sem ég hef ekkert fræðilega vit á en, eins og alltaf, miða ég út frá eigin reynslu. Lengra nær minn sannleikur ekki. Var […]

Barnið innra með okk­ur

„Við mann­fólkið virðumst alloft hafa tak­markaðan skiln­ing á okk­ur sjálf­um, þar á meðal hugs­un­um okk­ar, til­finn­ing­um og gerðum. Það er að sjálf­sögðu eðli­legt að finna fyr­ir alls kyns til­finn­ing­um á lífs­leiðinni. Við upp­lif­um ým­iss kon­ar at­vik í gegn­um æv­ina sem koma af stað til­finn­ing­um, sum­um góðum og öðrum erfiðum,“ seg­ir Krist­ín Lilja Garðars­dótt­ir, sál­fræðing­ur og […]