Skip to main content
Fréttir

Daniel Fisher kynnir bók sína Heartbeats of hope

By október 4, 2017No Comments

Laugardaginn 7. október mun Daniel Fisher kynna nýútkomna bók sína „Heartbeats of hope“ í Háskóla Íslands, í samvinnu við Hugarafl.  Í bókinni fjallar Daniel um sögu sína, hann lýsir geðrofinu sem var í raun eðlilegt viðbragð við óeðlilegum aðstæðum. Hann fjallar jafnframt um batarannsóknir og batamódelið svo fátt eitt sé nefnt.

Daniel Fisher er geðlæknir frá Harvard Medical háskólanum. Hann er einn af fáum geðlæknum í heiminum sem talar opinberlega um reynslu sína af geðsjúkdómum. Hann hefur þrisvar áður komið til Íslands með fyrirlestra og vinnusmiðjur á vegum Hugarafls, en þær fjölluðu um hugmyndafræðina á bakvið Batamódelið, þ.e. PACE módelið (Personal Assistance in Community Existence) sem byggir á valdeflingu (e. empowerment). Síðast kom Fisher til landsins með námskeið í eCPR – andlegt hjartahnoð höfum við kosið að kalla það á íslensku – en það er lýðheilsukennsla fyrir alla, þróuð til að kenna fólki að hjálpa öðrum í gegnum tilfinnanlega krísu.

Fisher er framkvæmdastjóri National Empowerment Center í Boston. Hann fer víða um heim og ræðir reynslu sína auk þess sem hann hjálpar til að innleiða batahugmyndafræði.

Kynningin verður haldin í Háskóla Íslands (Stofu Ht-104), laugardaginn 7. október og hefst klukkan 14:00.  Aðgangur er ókeypis og bókin verður til sölu á staðnum.