Skip to main content
Fréttir

Drekasmiðjur í Hugarafli

By október 20, 2016No Comments
 Mynd: Kristinn H

Fundarsalurinn hefur verið vel nýttur á Drekasmiðjum. 25-35 manns hafa sótt hverja smiðju það sem af er hausti.

Drekasmiðjurnar hjá Thelmu Ásdísardóttur hafa verið vel sóttar nú á haustdögum.  Smiðjurnar eru á föstudögum frá klukkan 13:00 – 15:00 og í hverri smiðju er tekið fyrir ákveðið efni eins og sjá má hér fyrir neðan.   Mikil ánægja hefur verið með smiðjurnar og vonandi verður framhald á drekaheimsóknum í Hugarafl á komandi vetri 🙂

23. september:  “Hvað vil ég?”

Hvernig er ég að velja í líf mitt?  Frá smáu hlutunum upp í stórar ákvarðanir.   Líður mér eins og ég hafi valdið til að velja?  Kann ég að segja/hugsa: “Ég vil” og standa með því.

30. september:  “Sjálfsmynd”

Hvað er sjálfsmynd? Hver er sjálfsmyndin mín?  Hvaðan kemur hún?  Get ég breytt henni?

14. október:  “Samskipti”

Heilbrigð og óheilbrigð samskipti.  Get ég leyst ágreining?  Mismunandi samskipti.  “Af því bara” og “víst!”

21. október:  “Hvað kenndi ofbeldið/áfallið mér?”

Þegar við erum beitt ofbeldi eða við lendum í áföllum þá “lærum” við ýmislegt, stundum af því við þurfum bjargráð til þess að lifa af eða þá að okkur er bókstaflega kennt eitthvað.  Margt af því er ekki satt eða þá að það er ekki að hjálpa okkur í lífinu okkar í dag.

28. október:  “Meðvirkni og stjórnsemi”

Hvað er meðvirkni og stjórnsemi?  “Tilfinningaleg fjárfesting.”

4. nóvember:  “Traust”

Treysti ég öðru fólki?  Treysti ég mér?  Treysti ég á að góðir hlutir geti gerst fyrir mig?

11. nóvember:  “Að læra sjálfsást”

Elska ég mig jafn mikið og ég elska aðra?  Er ég í fyrsta sæti í mínu lífi?  Er ég besti vinur minn?  Elska ég nærveru mína?

18. nóvember:  “Mörk”

Tilveru-mörkin mín.  Að setja öðrum mörk.  Að virða mín mörk og annarra.  Mörk líkamans.