Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Einn fellur fyrir eigin hendi í hverri viku

By mars 16, 2017No Comments
Gunnar Hrafn segir ekkert að gert fyrr en komið sé í óefni og sú stefna sé galin. Óttarr segir unnið að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu.

Gunnar Hrafn segir ekkert að gert fyrr en komið sé í óefni og sú stefna sé galin. Óttarr segir unnið að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu.

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, spurði Óttarr Proppé helbrigðisráðherra sérstaklega út í það, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú fyrir stundu, hvort til væri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem snéri að geðheilbrigðismálum. Gunnar Hrafn sagði að þar ríkti algjört ófremdarástand og sem dæmi þá félli einn fyrir eigin hendi í hverri einustu viku.

Fyrirspurn Gunnars Hrafns var jafnframt jómfrúarræða þingmannsins en áður en þing var sett fór hann í veikindaleyfi vegna þunglyndis. Gunnar Hrafn fór ítarlega í saumana á þeirri reynslu sinni í viðtali við Fréttablaðið um helgina.

Gunnar Hrafn spurði hvenær þingheimur fengi aðgerðaráætlun í málefnum geðsjúkra. Geðdeild gæti aðeins tekið við fólki í bráðri lífshættu. Ekkert væri að gert fyrr en í óefni er komið fyrr en komið er í óefni. Þetta sé galin stefna sem kosti mannslíf. Það liggur á að fá fram svör við þessari alvarlegu stöðu.

Óttarr sagði þetta mikilvæg málefni sem stæðu hjarta hans nærri. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja geðheilbrigðismálin í lamasessi en þau þyrftu mikla innspýtingu. Um það væri kveðið í stjórnarsáttmálanum og unnið væri að aðgerðaráætlun í ráðuneytinu þess efnis, en því miður hafi tafist að kynna hana fyrir þinginu vegna kosninga, stjórnarkreppu eða því að stjórnin tók seint við. Þeirri vinnu sé ekki lokið en Óttarr vonast til að geta kynnt þinginu þá vinnu sem fyrst.

Grein birtist fyrst á visir.is