Skip to main content
Fréttir

Félagsmálaráðherra í heimsókn

By október 27, 2017No Comments

Síðasta föstudag fengum við góða gesti  í heimsókn frá félagsmálaráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra heillaðist af öllu lífinu í húsinu. Formaðurinn Málfríður Hrund Einarsdóttir og Svava Arnardóttir iðjuþjálfi Hugarafls sýndu honum húsið og kynntu starfssemina. Tónlistin ómaði frá Tónhugum, unga fólkið spjallaði við Þorstein í góða stund, Drekasmiðjan bauð hann velkomin og greint var frá málefni dagsins. Þorsteinn fékk að velja sér mynd af sýningu Stefáns Jörgens og valdi auðvitað Óðinn! Að lokum eldhússpjall og dásamlegar vöfflur í boði bakara hússins.