Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Málþing Pírata um geðheilbrigðismál

By febrúar 9, 2016No Comments

Laugardaginn 13. febrúar 2016 bjóða Píratar til málþings um framtíð geðheilbrigðismála á Íslandi, á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, kl. 12:30.

Um er að ræða stórt og mikilvægt samfélagslegt mál sem varðar okkur öll.  Starfsfólk, skjólstæðingar, aðstandendur og aðrir áhugasamir um málaflokkinn eru hvattir til að mæta og hlýða á framsögu ágætra gesta.

Framsögumenn:

  • Kári Stefánsson , læknir
  • Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur hjá Forsætisráðuneytingu
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,  lögfræðingur (Mannréttindi geðfatlaðra)
  • Páll Matthíasson, MD PhD, Geðlæknir
  • Engilbert Sigurðsson, próf. í geðlækningum við Háskóla Íslands.
  • Svanur Kristjánsson, aðstandandi
  • Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar

Að lokinni framsögu geta almennir fundarmenn komið með spurningar til framsögumanna.

Félagasamtökum sem sérstaklega er boðið:  Hugarafl, Geðhjálp, Vin fræðslu og batasetur, Höndin, Hlutverkasetur, Klúbburinn Geysir, Þjóðkirkjan ásamt öllum samtökum í málaflokki geðsjúkradóma.

Hugarafl hvetur alla félagsmenn til að mæta, sýna samstöðu og nýta tækifærið í að stuðla að umbótum í þessum mikilvæga málaflokki.  Sjónarmið notenda geðheilbrigðiskerfisins verða oft undir þegar kemur að stefnumótun og því mikilvægt að notendur hafi sterka og skýra rödd þegar kemur að þessum málum.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt á fésbókinni:  https://www.facebook.com/events/1560982734223511/

12508955_983331595070308_8802261324436404343_n