Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Ganga úr myrkri í ljós

By apríl 28, 2016No Comments
Gengið verður í Laugardalnum. Mynd úr safni.

stækka Gengið verður í Laug­ar­daln­um. Mynd úr safni. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Ákveðið hef­ur verið að halda fyrstu „Dark­ness into Lig­ht“ göngu Pieta á Íslandi aðfaranótt 7. maí næst­kom­andi, en þar verður geng­in 5 kíló­metra leið úr næt­ur­myrkri inn í dagrenn­ingu, úr myrkri í ljós, til fjár­öfl­un­ar hjálp­armiðstöðvar sjálfs­víga og sjálfsskaða. Einnig verður gengið til að minn­ast þeirra sem hafa farið úr sjálfs­vígi og fyr­ir þá sem hafa öðlast von. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Pieta Hou­se var stofnað á Írlandi fyr­ir ára­tug af Joan Freem­an, í kjöl­far þess að syst­ir henn­ar féll fyr­ir eig­in hendi. Úrræðal­eysi heil­brigðis­kerf­is­ins var hvatn­ing til stofn­un­ar sam­tak­anna og er til­gang­ur þeirra að gefa von, hvetja til vit­und­ar­vakn­ing­ar um sjálfs­víg og sjálfsskaða, standa fyr­ir fræðslu og rann­sókn­um og út­vega sál­fræðiaðstoð svo eitt­hvað sé nefnt.  Pieta Ísland hef­ur nú verið stofnað og stend­ur fyr­ir göng­unni, sem geng­in er á sama tíma í nokkr­um lönd­um og er reiknað með að yfir 120.000 manns gangi úr myrkri inn í birtu á sama tíma.

„Við erum af­skap­lega þakk­lát Íslend­ing­um fyr­ir stuðning­inn,“ er haft eft­ir Freem­an í til­kynn­ing­unni. „Kjark­ur ykk­ar, fram­sýni og ör­læti hafa hjálpað mörg­um í Reykja­vík og leitt til þess að fyrsta „Dark­ness into Lig­ht“ gang­an verður far­in á Íslandi.“

Eins og áður sagði verður gengið í Reykja­vík aðfaranótt 7. maí og hefst gang­an kl. 04:00 við hús­næði KFUM og KFUK við Holta­veg í Laug­ar­dal.

„Gang­an er liður í að halda umræðunni um sjálfs­víg op­inni í þeim til­gangi að draga úr þeim og gefa von. Pieta Ísland hyggst stofna hjálp­armiðstöð fyr­ir sjálfs­víg og sjálfsskaða sem þátt­tak­end­um gefst tæki­færi til að styrkja,“ seg­ir í til­kynn­ingu en þátt­töku­gjald er 3.500 kr.

Hægt er að skrá sig í göng­una og fá nán­ari upp­lýs­ing­ar á vefsíðu Pieta Ísland og á Face­book.

Frétt frá mbl.is