Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Geðheilbrigðis-mál í fókus

By janúar 4, 2018No Comments

Fimmtudaginn 4. Janúar n.k. mæta til pallborðs fulltrúar frá stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum og skerpa á áherslum í geðheilbrigðismálum og líta til framtíðar í þeim málaflokki. Hallveig – félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur utan um viðburðinn og Auður Axelsdóttir forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar kemur til með að stýra umræðunni.
Í pallborð mæta:

Björk Vilhelmsdóttir – félagsráðgjafi
Elísabet Brynjarsdóttir – formaður Hugrúnar
Fjóla Kristín Ólafardóttir – verkefnastjóri hjá Hugarafli
Sigurður Hólm – Iðjuþjálfi og forstöðumaður hjá Barnavernd Reykjavíkur
Þórunn Sveinbjarnardóttir – formaður BHM
Þórhildur Sunna – þingmaður Pírata

Pallborðsumræðan verður haldin á Kex Hostel og hefjast leikar kl. 20.
Viðburðurinn er opinn öllum og eru borgarbúar eindregið hvattir til að mæta.

Viðburðurinn má einnig finna á Facebook.