Skip to main content
Uncategorized

Hafa Íslendingar fordóma gagnvart geðrænum vandamálum

By október 26, 2009No Comments

Þann 3. nóvember kl. 13:00-16:00, stendur Hugarafl fyrir ráðstefnu í hátíðarsal Háskóla Íslands, þar sem kynntar verða niðurstöður úr einni stærstu alþjóðlegu rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði, með áherslu á íslenskar niðurstöður rannsóknarinnar.

Ráðstefnan er haldin í samstafi við Félags-og mannvísindadeild HÍ, Félagsfræðingafélag Íslands og Geðlæknafélagið.

Dagskrá :

13:00—13:10 Herdís Benediktsdóttir fulltrúi Hugarafls opnar ráðstefnuna.

13:10—13:30 Geðræn vandamál í þjóðfélagslegu samhengi: dr. Sigrún Ólafsdóttir lektor í félagsfræði við Bostonháskóla.

13:30-13:45 Fordómar og neikvæðar staðalmyndir: dr. Jón Gunnar Bernburg dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.

13:45-14:00 Viðhorf til geðheilbrigðisþjónustu: dr. Sigrún Ólafsdóttir lektor í félagsfræði við Bostonháskóla.

14:00-14:15 “Hvað eigum við að gera ef þau ráðast á okkur”: Geðfræðsluverkefni Hugarafls, dr. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur.

14:15-14:30 Fordómagjörningur Hugarafls.

14:30-14:45 Kaffihlé

14:45-16:00 Pallborðsumræður með þáttöku félagsmálaráðherra, fulltrúum geðlæknafélagsins og heilbrigðisráðuneytisins, fyrirlesara o.fl.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!