Skip to main content
Fréttir

Hlökkum til að hitta félagsmenn í gefandi spjalli!!

By janúar 17, 2017No Comments

Kæru félagar!! Nú er starfið okkar komið í fullan gang og virkir félagar að skipuleggja sína þátttöku. Það er afar mikilvægt að styrkja starfið okkar og í samvinnunni allri að horfa á hvernig við nýtum árið sem best; sem félag og sem einstaklingar. Nú viljum við byrja á stöðuviðtölunum sem við ákváðum á starfsdögum að taka í byrjun árs. Tilgangurinn er að efla starf og virkni okkar allra, baráttuna og verkefnin innan húss sem utan.
Við kjósum að klára viðtölin í janúar og biðjum því alla félaga að bregðast við og láta vita af sér. Við byrjum viðtölin á morgun og vinsamlegast látið vita hvort þið getið notað þann dag eða annan dag á næstunni. Biðjum ykkur um að koma við hjá Eiríki og Sigrúnu Höllu og láta vita af ykkur. Afrit af viðtalsrammanum er að finna á töflunni ef þið viljið kynna ykkur hann fyrir viðtalið.

Þetta eru einstaklingsviðtöl til að ræða saman um starfið í Hugarafli, hvað fólk býst við að fá frá Hugarafli, hvaða starfsemi það tekur þátt í, hvað það er reiðubúið að leggja af mörkum og markmið. Frábært tækifæri til að marka stefnuna sína og næstu skref í bataferlinu.

Það er hægt að sjá viðtalsrammann, hann hangir uppi á töflu í anddyrinu 🙂 Vinsamlegast látið okkur vita hvenær hentar best að koma í viðtal.

Hlökkum til að hitta ykkur í gefandi spjalli!!

Húsnefndin hressa 🙂