Skip to main content
Greinar

Hlustaðu inn

By febrúar 3, 2016No Comments

its-in-me.jpg

Mikið finnst mér yndislegt hvað viðhorfið til innri vinnu er alltaf að verða eðlilegra meðal okkar, enda eru mörg okkar farin að ná því hvað hún er mikilvæg.

Það er svo nauðsynlegt að hlusta á þær tilfinningar sem við finnum fyrir því þær eru að senda okkur skilaboð. Allar þýða þær eitthvað og ef við köfum djúpt í þær og hlustum á þær. Lærum að skilgreina þær. Þá skiljum við betur hvað er að gerast hjá okkur. Það er ákveðið verkefni að leysa úr þeim. Allar tilfiningar eru eðlilegar. Þær koma og fara af ástæðu.

Ef við afneitum þeim, hlustum ekki á þær og reynum að ýta þeim frá okkur.. þá magnast þær og verða háværari og fyrirferða meiri. Það virkar nákvæmlega eins og að segja stöðugt við sjálfan sig „ekki hugsa um appelsínu, ekki hugsa um appelsínu!“ og hvað gerist þá? Appelsínan yfirgnæfir hugann og flækjist fyrir okkur. Í staðin fyrir að leyfa sér að hugsa um appelsínuna, samþyggja hana og velta henni aðeins fyrir sér, skilgreina hana og reyna að skilja afhverju hún sækir svona á hugann. Gera okkur grein fyrir því að hún má alveg vera þarna, vita af henni. Þá sækir hún ekki eins á okkur. Því þá kemur hún upp og svo bara fer hún og eitthvað annað tekur við.
(Mjög einfaldað dæmi)

Við fáum öll verkefni og reynslu á lífsleiðinni sem við kærum okkur misvel um og getur oft á tíðum reynst okkur átakanlegri en orð fá líst. Allt þetta á að kenna okkur eitthvað, það má draga lærdóm af öllu sem nýtist okkur og jafnvel öðrum á einn eða annan hátt. Gott er að minna sig á að við höfum alltaf valið um það hvort að verkefnin sem okkur eru gefin geri okkur bitur eða betri, brjóti okkur eða bæti og hvort við verðum að fórnarlambi eða sigurvegara. Ábyrgðin er alltaf í okkar eigin höndum.

Þennan pistil er upprunalega hægt að finna hér:  https://sonjaoskin.wordpress.com/2016/01/28/hlustadu-inn/