Nýliðar í Hugarafli

Tekið er á móti nýliðum með nýliðaviðtali, vinsamlegast hafið samband í síma 414-1550 eða á netfanginu hugarafl@hugarafl.is. Í framhaldi af viðtalinu er nýliða boðið að kynna sér starfssemina í 3 vikur. Nýliði er velkominn í Nýliðagrúppu á þriðjudögum kl.10:00-11:00 og fær sérstaka dagskrá. Í lok kynningartímabils(3 vikur) er skrifað undir hópsamning og nýliði getur byrjað að stunda aðra dagskrá sem er í boði.

Starfsemi Hugarafls og hugmyndafræði er kynnt á fundunum, einnig er húsnæðið skoðað og sýnt hvað er í boði innan veggja Hugarafls. Nýliðum gefst einnig tækifæri á að kynna sig og sína stöðu, spyrja spurninga og taka þátt í þeirri umræðu sem fer fram.