Skip to main content
Fréttir

Öld einmannaleikans hvað?

By janúar 19, 2018No Comments

Það var margmennt og góðmennt í Hugarafli á bóndadaginn.  Ilminn lagði úr eldhúsinu og tónlistin hljómaði frá Tónhugum úr tölvuherberginu.  Setið var í öllum sætum á Drekasmiðju með Thelmu Ásdísardóttur og alveg ljóst að nauðsynlegt er að auka pláss undir skó og útifatnað.

Það er mikill baráttuhugur í Hugaraflsfólki þrátt fyrir dapurlegar fréttir sem berast frá heilsugæslunni um Geðheilsu – Eftirfylgd.  Á þriðjudag var haldinn öflugur starfsdagur þar sem farið var yfir stöðu mála og ljóst að Hugarafl mun standa fast á sínu og berjast áfram fyrir notendastýrðri geðheilbrigðisþjónustu og endurhæfingu.   Enda ekki vanþörf á við núverandi aðstæður þegar gríðaleg afturför og þöggun er í kortunum á sviði geðheilbrigðismála og póstnúmera-kerfisvæðing blasir við í stað einstaklingsmiðaðrar þjónustu hjá hinu opinbera.  Þvert á allar geðheilbrigðisáætlanir Alþingis og stefnur ríkistjórnarflokka.

Það verður alla vega ekki þörf á ráðherra einmannaleika á Íslandi líkt og á Bretlandi ef Hugarafl fær nokkru um það ráðið!