Skip to main content
Fréttir

Pistill frá Brynjari Orra, lífið og tilveran!

By febrúar 22, 2017No Comments

BryjnarFyrir 3 árum byrjaði ég í námi. Fyrstu 7 mánuðina var svo mikið að læra að ég sá varla sólina, þetta voru erfiðir mánuðir. En svo náði ég tökum á skömm 103, samviskubit 313 og eftirsjá 113. Námið var krefjandi einsog hvert annað nám en ég var staðráðinn í því að standa mig enda fékk ég námsstyrk og ég ætlaði að sanna mig. ?

Ég lærði um sorg og ást, hroka og auðmýkt, alsnægt og skort, sigra og töp, söknuð og fögnuð, styrk og veikleika, frelsi og fjötrun.

Námið kom mér á óvart þar sem ég bjóst fyrirfram við því að allt yrði dans á rósum en svo rann upp fyrir mér að til þess að geta þekkt og lært inn á alla góðu eiginleika námsins þurfti ég að hafa skilning á þeim “slæmu”.

Í sorginni myndaðist pláss fyrir dýpri ást, fjötraður neyddist ég til þess að skapa í huga mér framtíð svo fulla af frelsi að ég gat hreyft mig í allar áttir einsog drottningin í skák, í söknuði lærði ég að sleppa tökunum á því sem var ekki ætlað mér og þar af leiðandi búa til pláss fyrir það sem mér var raunverulega ætlað og í veikleikunum lærði ég að elska viðkvæmustu partana innra með mér og fann í leiðinni styrk sem ég óska þess að þið öll finnið ef þið hafið ekki enn ??

Ég tók áfangann hamingja 503 og lærði þar að hamingjan er ekkert sem þú nærð, eða vinnur þér inn. Hamingja er það að sætta sig við það sem er og þykja vænt um það.

Ég tók sögu 423 og komst að því að ég er sál og kem frá Sólinni og Jörðinni, þau eru guðforeldrar mínir. Ég var skírður Græna Fjöður þegar ég var skapaður sem sál og ég er Regnboga Stríðsmaður, sem er ákveðinn indjána ættbálkur.?️‍?

Ég tók stjórnmála áfanga og lærði að þeir sem hafa stjórn á sjálfum sér sækjast ekki eftir því að stjórna öðru fólki.?

Ég tók fjármál áfanga og lærði að gjaldmiðillinn er ást og ríkidæmið er inni í hjartanu okkar. ?

Ég tók lista áfanga og fann innra með mér listamann og fattaði að list kemur frá hjörtunum okkar. Samhliða náminu gaf ég svo út 3 plötur á netið, ljóðabók og byrjaði með fatalínu. Ánægður með mig ?

Í efnafræði prufaði ég allskonar efni sem víkkuðu hugann og dýpkuðu hjartað en áfanginn gekk út á það að losa sig við alla löngun í þessi efni og læra að ferðast innra með sér án þeirra. ?

Í eðlisfræði lærði ég að umbreyta myrkri í ljós

Og svo lærði ég að tala nýtt tungumál sem heitir Sannleikurinn.

Að lokum var lagt fyrir mig lokapróf og það var aðeins ein spurning á blaðinu. Hún hljómaði svona:

“Hver ert þú?

og ég svaraði “Ég er”

Í dag útskrifast ég sem Regnboga Stríðsmaður fullur eftirvæntingar að fara út á vinnumarkaðinn þar sem ég fæ að nýta mér alla mina visku til þess að þjóna þessum fallega heimi sem við deilum saman.

Ég vil þakka öllum kennurum mínum og samnemendum því án þeirra væri þetta nám ekki einusinni í boði og síðast en ekki síðst skólameisturunum Alfa og Omega fyrir að hafa trú á mér og veita mér þetta einstaka tækifæri.

– Brynjar Orri 20/02 2017 ??❤️?

P.S. Útskriftarferðin er nice ?????