Skip to main content
Fréttir

Samskipti til samstarfs í Portúgal!

By október 27, 2017No Comments

Nú fyrr í október fóru tvö ungmenni í Hugarafli til Lisbon í Portúgal, og tóku þátt í þjálfun fyrir æskulýðsleiðtoga og þjálfara sem kallast Samskipti til samstarfs. Samstarfsaðillar Hugarafls, Ha Moment heldu þessa þjálfun og stýrðu henni í samvinnu við ítalskan þjálfara sem heitir Laris. Þetta var kröftug 5 daga þjálfun þar sem 20 þáttakendur frá 10 löndum unnu að betri leiðum til samskipta og samvinnu með ungmennum á alþjóðlegum grundvelli og almennt í lífi og starfi. Markmið þjálfuninar var að læra og bæta við nýjum verkfærum eins og t.d. hvernig er að þiggja og gefa uppbyggilega gagnrýni, samskipti án ofbeldis eða meiðandi orða, ýtarleg greining samskipta og hegðunnar, að tala opinberlega og einnig var farið yfir samfélagsmiðla og önnur forrit sem hægt er að vinna með í samskiptum, skipulagningu og samvinnu við önnur félagasamtök og samstarfsaðilla.

Þáttakendur prufukeyrðu og fengu að upplifa þjálfunina á eigin skinni þar sem hún var byggð á óformlegum námsaðferðum.  Því fylgir mikil sjálfskoðun og árvekni fyrir vinnuaðferðum og samskiptum á vinnustað einnig að nýta í daglegu lífi.

Í nóvember verður haldin vinnustofa í kjölfar þessarar þjálfunar um uppbyggilega gagnrýni, hvernig hægt er að gefa og þiggja.  Slíkar vinnustofur er eitt af verkefnumum eftir svona þjálfun til að halda henni uppi og miðla þessum verkfærum og reynslu áfram.