Skoða fréttasafn

Strong

11/21/17

Strong Young Minds þjálfun í Rúmeníu

Hugarafl hefur verið í samstarfi við ýmis lönd í Evrópu í gegnum Erasmus+ í rúm tvö ár.  Dagana 2.-10. nóvember fóru fjórir félagar frá Hugarafli á námskeið sem ber titilinn Strong Young Minds sem haldið var í Măguri-Răcătău, í Rúmeníu. Þjálfunin snérist um að prófa námskrá (curriculum) og borðspil sem hefur verið þróað af Hugarafli […]

Geðteymi

11/20/17

Geðteymi utan stofnana verður lagt niður

Í kvöldfréttum stöðvar 2 þann 19. nóvember var fjallað um fyrirhugaðar breytingar innan heilsugæslunnar sem verða til þess að áralöng reynsla og mikill árangur samstarfs á jafningjagrunni verður lagður niður.  Í staðinn eiga að koma sérfræðingateymi sem ætla sér að hafa samráð við notendur einu sinni á ári eins og lesa má í skýrslu um […]

Björgum

11/03/17

Björgum Geðheilsu Eftirfylgd, björgum samvinnu notenda og fagfólks

Geðheilsa-eftirfylgd GET er teymi fagfólks sem hefur starfað innan heilsugæslu höfuðborgarsvæðis undanfarin 15 ár í nánu samstarfi við Hugarafl, samtök notenda og hornsteinn í innleiðing þjónustu sem byggir á batanálgun og valdeflingu í íslensku við geðheilbrigðiskerfi. Starfið er í samræmi við áherslur í aðgerðaáætlun Alþingis í geðheilbrigðsmálum, ályktun SÞ og WHO: Áhersla á opin úrræði, […]

Félagsmálaráðherra

10/27/17

Félagsmálaráðherra í heimsókn

Síðasta föstudag fengum við góða gesti  í heimsókn frá félagsmálaráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra heillaðist af öllu lífinu í húsinu. Formaðurinn Málfríður Hrund Einarsdóttir og Svava Arnardóttir iðjuþjálfi Hugarafls sýndu honum húsið og kynntu starfssemina. Tónlistin ómaði frá Tónhugum, unga fólkið spjallaði við Þorstein í góða stund, Drekasmiðjan bauð hann velkomin og greint var frá málefni […]

Samskipti

10/27/17

Samskipti til samstarfs í Portúgal!

Nú fyrr í október fóru tvö ungmenni í Hugarafli til Lisbon í Portúgal, og tóku þátt í þjálfun fyrir æskulýðsleiðtoga og þjálfara sem kallast Samskipti til samstarfs. Samstarfsaðillar Hugarafls, Ha Moment heldu þessa þjálfun og stýrðu henni í samvinnu við ítalskan þjálfara sem heitir Laris. Þetta var kröftug 5 daga þjálfun þar sem 20 þáttakendur […]

Alþjóðlegur

10/25/17

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar

Föstudaginn 27. október frá kl. 8:30-10:00 munum við eiga notalega morgunstund með bakkelsi, kaffi og skemmtilegu spjalli um iðjuþjálfun og Hugarafl. Við fáum meðal annars svör við algengum spurningum um iðjuþjálfafagið og heyrum stutt innlegg um störf Auðar og Svövu iðjuþjálfa.

Klikkið

10/24/17

Klikkið – Daniel Fisher

Í þessum þætti af Klikk­inu má heyra við­tal við Daniel Fis­her sem Auður Axels­dóttir tók við hann á dög­un­um. Daniel Fis­her er geð­læknir frá Harvard Med­ical háskól­an­um. Hann er einn af fáum geð­læknum í heim­inum sem talar opin­ber­lega um reynslu sína af geð­sjúk­dóm­um. Hann hefur þrisvar áður komið til Íslands með fyr­ir­lestra og vinnu­smiðjur á […]

Batasmiðja

10/23/17

Batasmiðja um hamingju og gleði!

Næsta miðvikudag, 25. október frá kl. 13:10, verður batasmiðja þar sem fjallað verður um ýmislegt tengt hamingju og gleði.  Vonumst til að sjá sem flesta í skemmtilegri vinnusmiðju 

Styrkur

10/18/17

Styrkur til Hugarafls

Gallup veitti Hugarafli styrk að upphæð 150.000 kr. nú á dögunum. Fyrir stuttu gerði Gallup könnun þar sem þátttakendur fengu gjafabréf að launum fyrir þátttöku sína en gátu valið að andvirði gjafabréfsins rynni til Hugarafls í staðinn. Fjöldi þátttakenda ákvað að ánafna sinni umbun til Hugarafls og er styrkurinn veittur fyrir hönd þessara þátttakenda. Hugaraflsfólk […]

10/17/17

Von í bata

Í þessum þætti af Klikk­inu ræða Agla og Þórður um von í bata­ferl­inu. Vonin er stór þáttur í því hvernig maður jafnar sig á hinum ýmsu þáttum í líf­inu og ekki sýst í bata. Í þætt­inum er tekið við­tal við Ernu Líf sem hefur not­ast mikið við von í sínu bata­ferli og hefur góð ráð […]

Daniel

10/04/17

Daniel Fisher kynnir bók sína Heartbeats of hope

Laugardaginn 7. október mun Daniel Fisher kynna nýútkomna bók sína „Heartbeats of hope“ í Háskóla Íslands, í samvinnu við Hugarafl.  Í bókinni fjallar Daniel um sögu sína, hann lýsir geðrofinu sem var í raun eðlilegt viðbragð við óeðlilegum aðstæðum. Hann fjallar jafnframt um batarannsóknir og batamódelið svo fátt eitt sé nefnt. Daniel Fisher er geðlæknir frá […]

Nýr

09/27/17

Nýr samningur um þjónustu Hugarafls á sviði starfsendurhæfingar

Þjónusta Hugarafls á sviði starfsendurhæfingar, einkum fyrir ungt fólk með geðraskanir, verður aukin til muna með nýjum þjónustusamingi milli samtakanna og Vinnumálastofnunar sem undirritaður var í dag. Gerð samningsins er niðurstaða samstarfs sem efnt var til milli velferðarráðuneytisins og Hugarafls í ágúst síðastliðnum með það að markmiði að styðja við starfsemi samtakanna á þann hátt sem best […]

Klist

09/22/17

Klist í Hinu húsinu

Unga fólkið okkar í Hugarafli er að opna listsýningu! Klist (Klikkuð List) er hópur ungmenna í endurhæfingu hjá hugarafli. Öll hafa barist við geðraskanir, fíkn og annarsskonar prakkaraskap. Verkin eru unninn með mismunandi hætti, þar á meðal teikningar og ljósmyndir. Sýningin verður í Gallerí Tukt Pósthússtræti 3-5 (sama hús og Hitt Húsið) frá 23. September […]

Álfahátíð

09/18/17

Álfahátíð í Hellisgerði til styrktar Hugarafli

Laugardaginn 23. september frá klukkan 14:00 til 17:00 verður haldin barna og fjölskylduhátíð í Hellisgerði í Hafnarfirði. Dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. * Álfaganga um Hellisgerði með Sigurbjörgu Karlsdóttur (Sibbu) sagnakonu * Benedikt búálfur * Siggi sæti og Solla stirða * Barnaheilun * Nuddari sem býður upp á tásunudd […]

Non-formal

09/12/17

Non-formal Road to Mental Health

Hugarafl hefur verið í Evrópsku samstarfi við ýmis lönd í gegnum Erasmus+ í rúm tvö ár.  Dagana 3.- 9. september tóku fimm félagar frá Hugarafli þátt á námskeiði sem heitir The Non-formal Road to Mental Health sem haldið var í skíðaskálanum Hengli í Bláfjöllum, . Alls voru 19 þátttakendur frá nokkrum Evrópulöndum; Albaníu, Ítalíu, Rúmeníu, […]

Fótbolti.net

09/06/17

Fótbolti.net styrkir Hugarafl

Fyrsta Everton treyjan sem Gylfi Þór Sigurðsson áritaði var boðin upp fyrir skemmstu á Fótbolti.net.  Hæsta boð hljómaði upp á 220 þúsund og rann allur ágóði til Hugarafls.  Gylfi sem átti stórleik og skoraði 2 mörk í sigurleik gegn Úkraínu á þriðjudagskvöld, varð nýverið dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar hann gekk til liðs við […]

Annasöm

09/01/17

Annasöm vika í Hugarafli að baki

Hugaraflsfólk hefur víða komið við í liðinni viku. Auk hefðbundins batamiðas starfs í Borgartúninu var formaður Hugarafls, Málfríður Hrund Einarssdóttir í viðtali á Bylgjunni.  Viðtalið er hægt að hlusta á hér fyrir neðan.  Fulltrúar Hugarafls mættu svo á fimmtudag hjá vel­ferðar­nefnd Alþing­is til að kynna starfsemina og veita upplýsingar til nefndarinnar.   Var vel tekið á […]

Haust

08/26/17

Haust dagskrá hjá aðstandendahópum Hugarafls

Kæru félagar. Aðstandendastarfið í Hugarafli er komið af stað eftir sumarfrí. Aðstandendahópurinn er öllum aðstandendum einstaklinga með geðraskanir opinn og nýliðar innilega velkomnir. Nýr hópur er einnig tekinn til starfa en það er hópur fyrir maka einstaklinga með geðraskanir. Hér er um mjög ánægjulega viðbót að ræða þar sem lengi hefur skort sérhæfðan hóp fyrir […]

08/22/17

Auður Axelsdóttir í „Segðu mér“

Auður Axelsdóttir var gestur Sigurlaugar Jónasdóttur í þættinum „Segðu mér“ á RÚV. Þar var meðal annars rædd staða Hugarafls og komið inn á hugmyndafræðina sem starfsemin er byggð á. Fróðlegur þáttur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hægt er að hlusta á þáttinn með að smella á tengil hér fyrir neðan. http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/segdu-mer/20170822#

08/17/17

Stefna á lang­tíma­samn­ing við Hug­arafl

Vel­ferðarráðuneytið stefn­ir að gerð lang­tíma­samn­ings um auk­in fram­lög til Hug­arafls, sam­taka not­enda geðheil­brigðisþjón­ustu, til að styrkja starf sam­tak­anna í þágu fólks með geðrask­an­ir. Þetta var niðurstaða fund­ar sem fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra og for­svars­menn Hug­arafls áttu í morg­un. For­svars­menn Hug­arafls höfðu áður gagn­rýnt að ekk­ert hefði breyst frá því að styrk­ur heil­brigðisráðuneyt­is­ins til sam­tak­anna var lækkaður […]

>