Skoða fréttasafn

Ævintýradagur

02/16/18

Ævintýradagur í Hörpu með Sinfó

Nokkrir Hugaraflsmeðlimir tóku fimmtudaginn 15. febrúar alveg eldsnemma og mættu í Hörpuna að hlusta á opna æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.  Hópurinn fékk líka góða kynningu á starfi sveitarinnar og leiðsögn um húsakynni Hörpunnar. Sinfóníuhljómsveitin gaf Hugarafli 30 miða á tónleikanna um kvöldið og dágóður hópur tók kvöldið frá og naut þess að hlusta á Silfurfljótið eftir Áskel […]

Nauðsynlegt

02/14/18

Nauðsynlegt að hlusta á mannlega þáttinn

Það átti vel við að Auður Axelsdóttir, forstöðukona geðteymis Geðheilsu – Eftirfylgdar ræddi stöðu mála hjá geðteyminu og Hugarafli í Mannlega þættinum á Rás 1.  Mannlegi þátturinn hefur nefnilega setið talsvert á hakanum í þeim vinnubrögðum sem notendur og starfsfólk Geðheilsu – Eftirfylgdar hafa orðið vitni að á síðustu misserum. Skert geðheilbrigðisþjónusta á höfuðborgarsvæðinu fyrir […]

Klikkið

02/13/18

Klikkið – Raunverulegur bati, orðalag og reynsla

Í þessum fyrsta þætti ann­arrar þáttar­aðar Klikks­ins mun Svava Arn­ar­dóttir Iðju­þjálfi og Hug­arafls­kona, taka við­tal við Daniel Fis­her geð­lækni með lif­aða reynslu af geð­klofa. Spjall þeirra fer um víðan völl en þau taka fyrir geð­heil­brigð­is­mál hér­lendis sem og í Banda­ríkj­un­um. Daniel Fis­her er geð­læknir frá Harvard Med­ical háskól­an­­um. Hann er einn af fáum geð­læknum í heim­inum […]

Nemar

02/12/18

Nemar í heimsókn

Næstkomandi fimmtudag, 15. febrúar, koma 3. árs iðjuþjálfanemar í heimsókn í Hugarafl og leiða okkur í gegnum hópastarf byggt á styrkleikum og jákvæðri nálgun. Allt Hugaraflsfólk boðið velkomið – þetta er kjörið tækifæri til að eiga skemmtilega stund saman og gefa svo upprennandi fagaðilum endurgjöf til að læra af. Vinsamlegast skráið ykkur á töflunni í […]

Minning

02/12/18

Minning um geðheilbrigðislausn sem virkaði of vel?

Eftir Jóhann Valbjörn Long Ólafsson: Það hefur gerst að ég hafi skrifað minningargreinar um látna samferðamenn sem hafa gefið af sér, verið mér og mínum góðir og látið gott af sér leiða. Mig langar lítið að skrifa þessa næstum minningargrein. En ég verð að leggja mitt fram þegar á að loka og leggja niður apparatið […]

Formaður

02/08/18

Formaður velferðarnefndar biðlar til ráðherra

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis hefur augljóslega kynnt sér vel málavöxtu í málefnum GET og Hugarafls. Og hvernig sú ákvörðun að leggja niður slíkt starf passar einfaldlega ekki inn í þá stefnumótunarumræðu sem óskað er eftir, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum. Hér er á ferð þörf ábending til heilbrigðisráðherra sem við vonum að setji geðheilbrigðismál raunverulega […]

Hlegið

02/06/18

Hlegið um allan bæ til styrktar Hugarafli

Fyrsta skosk/íslenska uppistandshátíðin, “Scotch on Ice” verður haldin í Reykjavík 8.-10. febrúar.  Hópur grínista frá Skotlandi ætlar þá að sækja Íslendinga heim til að kynnast íslensku gríni og hjálpa okkur að hlæja í skammdeginu. Íslenskir uppistandarar slást í hópinn á sýningunum því ef einhverjar tvær þjóðir eiga samleið í gríni, þá eru það Ísland og […]

Góð

02/02/18

Góð heimsókn frá Sameinuðu þjóðunum

Dainius Puras, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna í geðheilbrigðismálum og prófessor í barnageðlækningum kom í stutta heimsókn til okkar í Hugarafl á föstudagsmorguninn.  Dainius var einn fyrirlesara á stórgóðri ráðstefnu Geðhjálpar sem bar yfirskriftina “vatnaskil”.   Ráðstefnan var haldin á Reykjavík Natura og gefur vonandi tóninn fyrir breyttar áherslur þegar kemur að stefnumótun í geðheilbrigðismálum hér á […]

Ályktun

01/31/18

Ályktun Hugarafls við svörum heilbrigðisráðherra

Fjöldi Hugarflsfólks og notendur Geðheilsu-eftirfylgdar, (hér eftir kallað GET) sátu saman á Hugaraflsfundi og hlustuðu á svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, þann 30. janúar 2018. Verður að segjast að mikil vonbrigði og vonleysi voru fyrstu viðbrögð margra sem sátu fundinn. Notendur og fagfólk í GET finnst þeir hafa verið útilokaðir frá öllum ákvarðanatökum […]

Fyrirspurn

01/30/18

Fyrirspurn um málefni GET og Hugarafls á Alþingi

Hugaraflsfólk þakkar Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fyrir fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um málefni Geðheilsu – Eftirfylgdar og Hugarafls á Alþingi í dag. Það er gott að vita af fólki sem lætur sig málið varða og ómetanlegt fyrir notendur Geðheilsu – Eftirfylgdar og Hugarafl á þessum tímapunkti. Eins og fram kom í svari heilbrigðisráðherra er það algörlega óboðlegt […]

Viðtal

01/29/18

Viðtal á Útvarpi Sögu

Það var vel tekið á móti okkur á Útvarpi Sögu þar sem Auður Axelsdóttir sagði frá stöðu mála eins og hún er í dag og fræddi okkur heilmikið um starfsemi Geðheilsu – Eftirfylgd og Hugarafls. Mikilvægt að hlusta kæru vinir og heyra um stöðuna núna. Baráttan heldur áfram og við hvetjum ykkur til að fylgjast […]

01/22/18

Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið

„Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl […]

01/22/18

Hugarafl lendir á götunni

Samtökin Hugarafl lenda á götunni í lok sumars, þegar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins breytir geðheilbrigðisþjónustu sinni. Formaður Hugarafls segir vinnubrögð heilsugæslunnar til skammar. Forstjóri Heilsugæslunnar kveðst einfaldlega vera að framfylgja geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi. Hugarafl eru samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu. Þau hafa haft aðsetur og unnið náið með Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um árabil. Samstarfið […]

Öld

01/19/18

Öld einmannaleikans hvað?

Það var margmennt og góðmennt í Hugarafli á bóndadaginn. Ilminn lagði úr eldhúsinu og tónlistin hljómaði frá Tónhugum úr tölvuherberginu. Setið var í öllum sætum á Drekasmiðju með Thelmu Ásdísardóttur og alveg ljóst að nauðsynlegt er að auka pláss undir skó og útifatnað. Það er mikill baráttuhugur í Hugaraflsfólki þrátt fyrir dapurlegar fréttir sem berast […]

01/11/18

Staða Geðheilsu – Eftirfylgdar rædd á Rúv

Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheiheilsu – Eftirfylgdar hjá heilsugæslunni, ræddi stöðu mála hjá GET og skjólstæðingum teymisins í morgunþætti á Rúv.  Auður átti fund með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra nýverið og segir m.a. frá því samtali og áframhaldandi vinnu í að tryggja skjólstæðingum GET áfram ásættanlega og sambærilega þjónustu í kjölfarið á því. „Mér var ágætlega tekið. […]

Sober

01/08/18

Sober Riders MC færa Hugarafli veglegan styrk

Bifhjólasamtökin Sober Riders MC gáfu svokallaða Andskötusúpu á Þorláksmessu og söfnuðu ágóða sem rann til Hugarafls. Þetta er í tíunda sinn sem Sober Riders MC bjóða upp á Andskötusúpu á Þorláksmessu, en þeir hafa alltaf gefið ágóðann til góðgerðamála. Líkt og fyrri ár var súpunni dreift við Laugaveg 77 og var boðið upp á ýmis skemmtiatriði fyrir […]

01/03/18

Geðheilbrigðismál í fókus

Fimmtudaginn 4. Janúar n.k. mæta til pallborðs fulltrúar frá stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum og skerpa á áherslum í geðheilbrigðismálum og líta til framtíðar í þeim málaflokki. Hallveig – félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur utan um viðburðinn og Auður Axelsdóttir forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar kemur til með að stýra umræðunni. Í pallborð mæta: Björk Vilhelmsdóttir – félagsráðgjafi Elísabet […]

Von­ast

12/22/17

Von­ast til að safna hálfri millj­ón

Fjöln­ir í Grafar­vogi hélt sinn ár­lega styrkt­ar­leik í íþróttamiðstöðinni Dal­hús­um í gær. Alls söfnuðust um 200 þúsund krón­ur og í þetta sinn renn­ur ágóðinn til sam­tak­anna Hug­arafl sem veita fólki með geðrask­an­ir stuðning. Meist­ara­flokk­ar bolta­greina Fjöln­is bæði í kvenna- og karla­flokki spiluðu leik­inn, auk þess sem happ­drætti og fleiri viðburðir fóru fram. Um var að […]

Þori,

12/17/17

Þori, GET og vil

Ákveðið hef­ur verið að leggja niður Geðheilsu- og eft­ir­fylgd­art­eymi (GET), sem starfað hef­ur inn­an heilsu­gæsl­unn­ar und­an­far­in fimmtán ár. For­stöðumaður teym­is­ins seg­ir um mikla aft­ur­för að ræða og stór hóp­ur muni líða fyr­ir ákvörðun­ina. Til teym­is­ins leit­ar bæði fólk sem hef­ur verið veikt lengi og fólk sem hef­ur dottið út úr sinni rútínu tíma­bundið vegna veik­inda. Það […]

12/13/17

Jóladagskrá Hugarafls

Ágætu félagar.   Þá er komin jólaandi í húsið í Borgartúni og léttvægar breytingar á dagskrá. Vonumst til að sjá ykkur öll í jólaskapi. Kær kveðja frá jólanefndinni.

>