Skoða fréttasafn

Klist

09/22/17

Klist í Hinu húsinu

Unga fólkið okkar í Hugarafli er að opna listsýningu! Klist (Klikkuð List) er hópur ungmenna í endurhæfingu hjá hugarafli. Öll hafa barist við geðraskanir, fíkn og annarsskonar prakkaraskap. Verkin eru unninn með mismunandi hætti, þar á meðal teikningar og ljósmyndir. Sýningin verður í Gallerí Tukt Pósthússtræti 3-5 (sama hús og Hitt Húsið) frá 23. September […]

Álfahátíð

09/18/17

Álfahátíð í Hellisgerði til styrktar Hugarafli

Laugardaginn 23. september frá klukkan 14:00 til 17:00 verður haldin barna og fjölskylduhátíð í Hellisgerði í Hafnarfirði. Dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. * Álfaganga um Hellisgerði með Sigurbjörgu Karlsdóttur (Sibbu) sagnakonu * Benedikt búálfur * Siggi sæti og Solla stirða * Barnaheilun * Nuddari sem býður upp á tásunudd […]

Non-formal

09/12/17

Non-formal Road to Mental Health

Hugarafl hefur verið í Evrópsku samstarfi við ýmis lönd í gegnum Erasmus+ í rúm tvö ár.  Dagana 3.- 9. september tóku fimm félagar frá Hugarafli þátt á námskeiði sem heitir The Non-formal Road to Mental Health sem haldið var í skíðaskálanum Hengli í Bláfjöllum, . Alls voru 19 þátttakendur frá nokkrum Evrópulöndum; Albaníu, Ítalíu, Rúmeníu, […]

Fótbolti.net

09/06/17

Fótbolti.net styrkir Hugarafl

Fyrsta Everton treyjan sem Gylfi Þór Sigurðsson áritaði var boðin upp fyrir skemmstu á Fótbolti.net.  Hæsta boð hljómaði upp á 220 þúsund og rann allur ágóði til Hugarafls.  Gylfi sem átti stórleik og skoraði 2 mörk í sigurleik gegn Úkraínu á þriðjudagskvöld, varð nýverið dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar hann gekk til liðs við […]

Annasöm

09/01/17

Annasöm vika í Hugarafli að baki

Hugaraflsfólk hefur víða komið við í liðinni viku. Auk hefðbundins batamiðas starfs í Borgartúninu var formaður Hugarafls, Málfríður Hrund Einarssdóttir í viðtali á Bylgjunni.  Viðtalið er hægt að hlusta á hér fyrir neðan.  Fulltrúar Hugarafls mættu svo á fimmtudag hjá vel­ferðar­nefnd Alþing­is til að kynna starfsemina og veita upplýsingar til nefndarinnar.   Var vel tekið á […]

Haust

08/26/17

Haust dagskrá hjá aðstandendahópum Hugarafls

Kæru félagar. Aðstandendastarfið í Hugarafli er komið af stað eftir sumarfrí. Aðstandendahópurinn er öllum aðstandendum einstaklinga með geðraskanir opinn og nýliðar innilega velkomnir. Nýr hópur er einnig tekinn til starfa en það er hópur fyrir maka einstaklinga með geðraskanir. Hér er um mjög ánægjulega viðbót að ræða þar sem lengi hefur skort sérhæfðan hóp fyrir […]

08/22/17

Auður Axelsdóttir í „Segðu mér“

Auður Axelsdóttir var gestur Sigurlaugar Jónasdóttur í þættinum „Segðu mér“ á RÚV. Þar var meðal annars rædd staða Hugarafls og komið inn á hugmyndafræðina sem starfsemin er byggð á. Fróðlegur þáttur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hægt er að hlusta á þáttinn með að smella á tengil hér fyrir neðan. http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/segdu-mer/20170822#

08/17/17

Stefna á lang­tíma­samn­ing við Hug­arafl

Vel­ferðarráðuneytið stefn­ir að gerð lang­tíma­samn­ings um auk­in fram­lög til Hug­arafls, sam­taka not­enda geðheil­brigðisþjón­ustu, til að styrkja starf sam­tak­anna í þágu fólks með geðrask­an­ir. Þetta var niðurstaða fund­ar sem fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra og for­svars­menn Hug­arafls áttu í morg­un. For­svars­menn Hug­arafls höfðu áður gagn­rýnt að ekk­ert hefði breyst frá því að styrk­ur heil­brigðisráðuneyt­is­ins til sam­tak­anna var lækkaður […]

08/17/17

Stefnt að langtímasamningi um Hugarafl

Stefnt er að gerð langtímasamnings um aukin framlög til Hugarafls til að styrkja starf samtakanna í þágu fólks með geðraskanir. Þetta var niðurstaða fundar sem Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Þar kemur fram að ráðherra hafi lýsti vilja sínum til […]

Aðstandendastarf

08/16/17

Aðstandendastarf Hugarafls að byrja haustönnina.

Kæru félagar. Aðstandendastarfið í Hugarafli er að hefja haustið.  Tveir hópar verða að störfum í vetur sem er ánægjuleg viðbót og kemur einnig til móts við maka einstaklinga með geðraskanir. Á morgun fimmtudag verður fundur kl.16:30-17:30 fyrir maka einstaklinga með geðraskanir. Hér er nýr hópur á ferðinni og við viljum hvetja maka til að mæta […]

08/12/17

Krefjast þess að Óttarr og Þorsteinn bjargi Hugarafli

 Ungir Píratar hafa sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að komið verði veg fyrir að starfsemi samtakanna Hugarafls, sem sinna þjónustu við fólk með geðraskanir, stöðvist. í ályktuninni segir: „Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Við hörmum vanrækslu yfirvalda á […]

Málefni

08/02/17

Málefni Hugarafls rædd á Bylgjunni

Auður Axelsdóttir, ein af stofnendum Hugarafls ræddi málefni félagsins í bítið á Bylgjunni í morgun.   Hugarafl hefur fengið fund með félagsmálaráðherra þann 17. ágúst og vondandi eru lausnir í sjónmáli.  Viðtalið má heyra hér fyrir neðan.

Biðlað

07/24/17

Biðlað til almennings

Kæru Íslendingar Í ljósi þeirrar alvarlegu fjárhagsstöðu sem félagið okkar er í viljum við að biðla til ykkar.  Við viljum óska eftir stuðningi hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða vinnustöðum. Við höfum þegar sent út valkröfur í heimabanka sem hægt er að greiða, einnig má styrkja Hugarafl með því að fara á heimasíðu Hugarafls, www.hugarafl.is  og á […]

Fagnað

07/17/17

Fagnað með hugsjónakonunni og fálkaorðuhafanum

Hugarafl hélt upp á það að Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa og stofnanda Hugarafls var veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní síðastliðinn fyr­ir frum­kvæði á vett­vangi geðheilbrigðismála. Hugaraflsfólk og velunnarar ásamt vinum og vandamönnum Auðar fjölmenntu og var boðið upp á veitingar, ræðuhöld og fleira. Fögnuðurinn var undirbúinn án vitundar Auðar og kom henni skemmtilega […]

Youngminds

07/13/17

Youngminds Go Europe

Fjóla Kristín Ólafardóttir Hugaraflskona stóð fyrir verkefni síðastliðið vor sem kallast Youngminds go Europe. Verkefnið var fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem eru að nýta sér þjónustu Hugarafls, ásamt nokkrum úr ungmennahóp frá Hveragerði sem stofnaður var með stuðningi Hugaraflsmeðlima. Fjóla er 25 ára gömul og byrjaði í Hugarafli í nóvember 2015. Hún […]

Strong

07/06/17

Strong Young Minds á Íslandi

Vikuna 26. – 30. júní hittust fulltrúar Erasmus + verkefnisins Strong Young Minds á Íslandi og báru saman bækur sínar um fortíð og framtíð verkefnisins.  Alls tóku 15 manns frá samtökunum 5 þátt í þéttri dagskrá sem skipulögð var af Hugarafli.  Námskrá og námsefni fyrir ungt fólk á aldrinum 14- 18 ára sem unnið er […]

Klikkið

07/03/17

Klikkið – Einstaklingurinn þekkir sig best

Í þessum þætti ræða Magnús og Þórður um fyrsta valdeflingarpunktinn „Að hafa vald til að taka ákvarðanir“ og velta fyrir sér ákvörðunarrétti einstaklinga þegar kemur að sínu eigin bataferli. Í seinni hluta þáttarins fáum við svo að heyra tvær reynslusögur frá Einari Björnssyni og Svövu Arnardóttir frá ráðstefnu Hugarafls, Lyfjamiðað Samfélag.  

Sumarlokun

07/01/17

Sumarlokun í Hugarafli 10.-14. júlí

  Á Hugaraflsfundi nýverið var tekin ákvörðun um örstutta sumarlokun Hugarafls, vikuna 10.-14. júlí.  Opið verður hjá Geðheilsu- eftirfylgd á hefðbundnum vinnutíma og öll viðtöl sem bókuð eru hjá Auði, Margréti, Unni, Ásdísi, Braga halda sér. Hugarafl opnar aftur mánudaginn 17. júlí  klukkan 9:00.

Til

07/01/17

Til hamingju Auður!

Málfríður Hrund Einarsdóttir skrifar. Það voru dásemdarfréttir á 17. Júní að heyra að mín elskulega vinkona Auður Axelsdóttir hefði verið sæmd heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála. Ekki aðeins er hún góð vinkona og samstarfskona mín heldur var hún konan sem gaf mér þá von sem ég þurfti til að lifa af þunglyndi og […]

Klikkið

06/23/17

Klikkið – Einangrun

Þórður og Agla ræða um valdeflingu í þessum sjötta þætti Klikksins. Þau spjalla aðallega um áttunda valdeflingarpunktinn: „Að finnast maður ekki vera einn, finnast maður vera hluti af hópi“. Valdeflingarpunktar eru hluti af batamódeli Hugarafls og hugmyndafræði Judi Chamberlin, og skilgreina hugtakið valdeflingu. Til að fræðast meira um valdeflingu er bent á undirvef Hugarafls um […]

>