Skip to main content
Fréttir

Stefna á lang­tíma­samn­ing við Hug­arafl

By ágúst 17, 2017No Comments
Hugarafl hefur áður mótmælt niðurskurði í fjárframlögum til samtakanna. Velferðarráðuneytið ...

Hug­arafl hef­ur áður mót­mælt niður­skurði í fjár­fram­lög­um til sam­tak­anna. Vel­ferðarráðuneytið hef­ur nú lýst yfir vilja til að gera lang­tíma­samn­ing við sam­tök­in. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Vel­ferðarráðuneytið stefn­ir að gerð lang­tíma­samn­ings um auk­in fram­lög til Hug­arafls, sam­taka not­enda geðheil­brigðisþjón­ustu, til að styrkja starf sam­tak­anna í þágu fólks með geðrask­an­ir. Þetta var niðurstaða fund­ar sem fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra og for­svars­menn Hug­arafls áttu í morg­un.

For­svars­menn Hug­arafls höfðu áður gagn­rýnt að ekk­ert hefði breyst frá því að styrk­ur heil­brigðisráðuneyt­is­ins til sam­tak­anna var lækkaður fyr­ir árið 2017 og fé­lags­málaráðherra hefði ekki mætt á þá fundi sem sam­tök­in hefðu verið boðuð á í ráðuneyt­inu .

Fund­inn í dag sátu af hálfu Hug­arafls stjórn­ar­menn­irn­ir Auður Ax­els­dótt­ir, Sig­ur­borg Sveins­dótt­ir og Árni Stein­gríms­son auk Hall­dórs Más Sæ­munds­son­ar aðstand­anda. Af hálfu ráðuneyt­is­ins sátu, auk fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, aðstoðar­menn hans og aðstoðar­menn heil­brigðisráðherra.

Vilja efla virkni og end­ur­hæf­ingar­úr­ræði sam­tak­anna

Á fund­in­um var farið yfir þá vinnu sem unn­in hef­ur verið ráðuneyt­inu að und­an­förnu við að greina stöðu Hug­arafls og finna leiðir til að styðja við fé­lagið svo það nýt­ist sem best fólki með geðræn vanda­mál.

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu seg­ir að ráðherra hafi lýst vilja sín­um til að efla starf Hug­arafls, einkum virkni og end­ur­hæf­ingar­úr­ræði sam­tak­anna. „Hug­arafl hef­ur unnið mik­il­vægt brautryðjand­astarf og um ár­ang­ur­inn af starfi sam­tak­anna verður ekki deilt. Það er mik­il­vægt að starf­sem­in nái að þró­ast áfram og efl­ast og það erum við sam­mála um að tak­ist best með vönduðum lang­tíma­samn­ingi um starf­sem­ina þar sem fjallað er um mark­mið og ár­ang­urs­mæl­ing­ar“ er haft eft­ir ráðherra í til­kynn­ingu af fund­in­um.

Haft er eft­ir Auði Ax­els­dótt­ur að hún sé ánægð með þá stefnu sem mál­efni Hug­arafls hafi tekið. Gerð lang­tíma­samn­ing sé æski­leg niðurstaða og hún treysti því einnig að far­sæl lausn sem tryggi starf­semi sam­tak­anna á næstu mánuðum ná­ist fljótt.

„Við finn­um að það er full­ur skiln­ing­ur á því hvað starf­semi Hug­arafls er mik­il­væg í ís­lensku sam­fé­lagi og erum afar ánægð með þá viður­kenn­ingu“ er haft eft­ir Auði. Aðrir full­trúa Hug­arafls á fund­in­um tóku und­ir þau orð og kváðust hafa mikl­ar  vænt­ing­ar til þeirr­ar vinnu sem framund­an sé við gerð lang­tíma­samn­ings og binda von­ir við að niðurstaða ná­ist fljótt til að eyða óvissu.

Hug­arafl hef­ur frá ár­inu 2011 notið styrkja frá vel­ferðarráðuneyt­inu sem nema sam­tals 18,6 millj­ón­um króna, að mestu frá heil­brigðis­hluta ráðuneyt­is­ins. Sam­tök­in fengu einnig 5 millj­óna króna styrk frá fjár­laga­nefnd Alþing­is árið 2016. Auk þessa er í gildi samn­ing­ur milli Hug­arafls og Vinnu­mála­stofn­un­ar sem kveður á um þjón­ustu­kaup stofn­un­ar­inn­ar af Hug­arafli fyr­ir 10 millj­ón­ir króna ár­lega.

Frétt birtist upphaflega á www.mbl.is