Dagskrá Hugarafls

Ný stundartafla með vetrardagskrá Hugarafls er nú komin upp. Mikið er í boði og til að nýta húsnæðið sem best höfum við dreift úr okkur og erum ekki bara í fundarherbergi.

Litakóðar segja til um í hvaða herbergi dagskráin fer fram, en auk þess kemur það líka fram undir tímasetningu viðburða.  Allir dagskrárliðir merktir með bláum lit fram í fundarherberginu.  Þeir sem merktir eru með gulu fara fram í jógaherberginu og grænir eru í listherberginu. Tölvuherbergið er merkt með gráum lit og eldhúsið með rauðum.