Skip to main content
Fréttir

Styrkur til Hugarafls

By október 18, 2017No Comments

Gallup veitti Hugarafli styrk að upphæð 150.000 kr. nú á dögunum. Fyrir stuttu gerði Gallup könnun þar sem þátttakendur fengu gjafabréf að launum fyrir þátttöku sína en gátu valið að andvirði gjafabréfsins rynni til Hugarafls í staðinn. Fjöldi þátttakenda ákvað að ánafna sinni umbun til Hugarafls og er styrkurinn veittur fyrir hönd þessara þátttakenda.

Hugaraflsfólk þakkar Gallup og þátttakendum könnunarinnar kærlega fyrir veittan stuðning sem á eftir að koma sér vel í starfi félagsins til að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og miðla þekkingu sem gagnast hefur fólki til að ná bata.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Árna Steingrímsson veita styrknum viðtöku fyrir hönd Hugarafls úr höndum Ólafs Elínarsonar sviðsstjóra markaðsrannsókna hjá Gallup.