Skip to main content
Fréttir

„Þú getur“ tónleikar 12. nóvember

By nóvember 11, 2014No Comments

Thu getur

Komið er að árlegum viðburði ÞúGetur verkefnisins og að þessu sinni verða haldnir stórtónleikar í Háskólabíói undir stjórn tónlistar- og leikkonunnar Bryndísar Ásmundsdóttur.

Allir þekkja einhvern sem glímir við geðröskun að einhverju tagi og málefnið ætti því að snerta flesta landsmenn. Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞúGetur styrkir einstaklinga til náms sem hafa glímt við eða eru að glíma við geðræn vandamál af einhverju tagi. Þannig er hægt að sýna þeim „geðsjúka“ að aðrir hafi trú á honum og þá aukast líkurnar á því að viðkomandi öðlist styrk til að stíga aftur fram á við og láta ekki sjúkdóm sinn hamla sér of mikið.

Stöndum saman og hjálpum þeim „HEILABROTNU“ en þeir hafa ekki eins áþreifanlegan eða sjáanlegan sjúkdóm og þeir sem slasast eða veikjast líkamlega.

Hlökkum til að sjá ÞIG og njóta þessarar skemmtilegu stundar sem listamenn og tónlistarmenn munu færa fram á sviði Háskólabíós miðvikudagskvöldið 12. nóvember klukkan 20:00.

Fram koma á meðal annara leynigesta:

Pörupiltar
Nýdönsk
Nirvana Tribute
Hljómsveitin Eva
Eyfi
Margrét Eir og Páll Rósinkrans
Ama Badama
Dúndurfréttir
Geir Ólafs og Kristján Jóhansson
Stefán og Davíð
Sigríður Thorlacius
Bryndís Ásmunds

ÞÚ GETUR breytt stöðu þeirra „Heilabrotnu“ í framtíðinni ! Komdu og VERTU með okkur.

Hægt er að kaupa miða í Hugarafli en miðasala er einnig á www.midi.is