Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Þúsundir glíma við skammdegisþunglyndi

By september 26, 2017No Comments

Mynd með færsluRúmlega 11 þúsund Íslendinga,r eða um þrjú og hálft prósent þjóðarinnar, glímir við skammdegisþynglyndi. Þunglyndislyfjanotkun er meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Nú þegar daginn tekur að stytta eykst notkunin. Sálfræðingur telur ástæðu til að benda á aðrar leiðir en lyfjanotkun til að vinna bug á skammdegisþunglyndi og mikilvægi þess að taka á vandanum strax og fyrstu einkenna verður vart.

Fyrstu einkenni skammdegisþunglyndis eru depurð, áhugaleysi, pirringur, og þreyta. Flest dýr breyta hegðun sinni eftir árstímum. Það er til dæmis flestum spendýrum eðlilegt að hafa hægara um sig yfir veturinn og sofa lengur.

Anna Kristín Cartesegna, sálfræðingur segir að svo framarlega sem okkur líður vel þá sé eðlilegt að hægja á sér og vera meira inni og kveikja á kertaljósum og hafa það notalegt. En ef manni líður eins og maður sé einmana eða lokaður af eða úr tengslum við annað fólk þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Aðal einkenni skammdegisþunglyndis sé þegar mönnum reynist ofviða að fara framúr á morgnanna og takst á við verkefni dagsins.

„Almennt þunglyndi getur byrjað hvænær sem er og er tengdara einhverju sem er að gerast í kring um okkur, áföllum, veikindum en ef þetta kemur alltaf á haustin þá er um skammdegisþunglyndi að ræða frekar en almennt þunglyndi.“

Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að eiga heimsmet í þunglyndislyfjanotkun.

„Ég held að það sem einkenni þessa miklu lyfjanotkun sé það sem einkenni margt annað í þessu samfélagi og það er kannski ákveðin skammtímahugsun. Ef við ætlum að leysa vandann til lengri tíma og koma í veg fyrir bakslög og almennt bæta líðan okkar þá þurfum við að skoða okkur sjálf í stærra samhengi.“

Til séu margar aðferðir til að vinna bug á skammdegisþunglyndi. Til að mynda samtalsmeðferðir, göngutúrar í dagsbirtu, inntaka D-vítamíns og dagsbirtulampar.

„Það sem ég veit um dagsbirtulampana er að þeir líkja eftir náttúrulegri sólarupprás sem að virkjar ákveðin efni í heilanum þannig að það verður auðveldara að vakna. Sumir nota þetta bara til að vinna við og hafa þetta á skrifborðinu hjá sér. Aðrir nota þessi ljós eins og vekjaraklukkur en það er bara mismunandi hvað virkar fyrir hvern og einn.“

Frétt birtist á www.ruv.is