Skip to main content
Fréttir

Til hamingju Auður!

By júlí 1, 2017No Comments

Málfríður og Auður við sýningu Hugarafls á Healing Voices í Bíó Paradís 2016.

Málfríður Hrund Einarsdóttir skrifar.

Það voru dásemdarfréttir á 17. Júní að heyra að mín elskulega vinkona Auður Axelsdóttir hefði verið sæmd heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála. Ekki aðeins er hún góð vinkona og samstarfskona mín heldur var hún konan sem gaf mér þá von sem ég þurfti til að lifa af þunglyndi og kvíða. Þegar þessi lágvaxna kona með mikla rödd, rödd fyrir þá sem ekki hafa rödd, von fyrir þá sem enga hafa og hugsjón sem ég hef hvergi annarsstaðar séð, fór að tala um VON, BATA, VALDEFLINGU, BARÁTTU, RÖDD, STYRKLEIKA og öll hin orðin varð viðsnúningur í mínu bataferli sem leiddi til að ég á mér líf, ég hef náð bata, á mikla von, nota valdeflingu, er í stöðugri baráttu fyrir félagið mitt, hef hærri rödd en nokkru sinni fyrr og fullt af styrkleikum…..já sú lágvaxna mikla kona hafði bara soldið mikið rétt fyrir sér. Ég hefði ekki trúað að eiga eftir að veita félagi mínu formennsku en Auður, jú hún hafði fulla trú á því.

Svona er Auður hún trúir á það sem aðrir telja ekki gerlegt og ef ætti að telja hve mörgum mannslífum það hefur bjargað, þyrfti heilt stöðugildi í það verkefni. En þessi brautryðjandi sem sú elska er, hefur líka haft endalausann stuðning elsku Eika okkar, sem er stundum óþolandi bjartsýnn og óheyrilega klár með tölur en enginn tæknimaður samt haha. Þessi yndis hjón eiga líka sín frábæru börn og svo barnabörnin, gullin í Danmörk sem dásamlegt er að fá að fylgjast með.

Ég vil segja til hamingju elsku Auður mín, Eiríkur og fjölsylda að fá loksnins svona pínu æðstu viðurkenningu á þínu starfi, hugsjón, báráttu og óbilandi trú á bata.

Ég vil líka segja til hamingju íslendingar þeir sem eru með geðheilsu ( = allir ) meðan þessi yndislega flotta hugsjónar kona stendur í báðar og notar röddina sína mun íslenska geðheilbrigðiskerfið ekki vera einsleitt, sjúkdómsmiðað, einungis lyfjamiðað, spítalamiðað, fordómafullt og einsleitt.

Og að lokum til hamingju fjórða barnið Hugarafl fyrir þá viðurkenningu sem félagið okkar fær með þessari fallegu orðu, sem okkar kona sem byrjaði ævintýrið hlaut í gær.