Skip to main content
Fréttir

Velkomin í núið – Frá streitu til sáttar

By nóvember 23, 2015No Comments
Mynd:  Kristinn H. Fjölnisson

Margrét Bárðardóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði.

Margrét Bárðadóttir, sálfræðingur býður þessa dagana upp á námskeið í núvitund í Hugarafli.  Mikill áhugi er fyrir námskeiðinu sem tekur 8 skipti og felur auk  þess í sér töluverða heimavinnu.  Alls skráðu 17 manns sig á námskeiðið sem kostar 6.000 kr. og verður á mánudögum frá 13:00 til 14:30.  Innifalið í verðinu er íslensk handbók og geisladiskur með æfingum auk kaffi og kruðerís sem boðið er upp á í pásunni.

Núvitund eða mindfullness er sú vitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki, að því sem er, eins og það er, án þess að dæma. Þjálfun í núvitundinni hefur aukist mjög á undanförnum áratugum. Þar er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að slík þjálfun hefur jákvæð áhrif á almenna vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð.  Áherslan er á að læra að láta af sjálfstýringu hugans með því að nema staðar „hér og nú“ með stuttum hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun. Þannig má öðlast meiri hugarró, sættast betur við það sem er, leyfa því að vera og njóta betur líðandi stundar.

Almenn ánægja og þakklæti var efst í huga hjá þátttakendum sem mættu í fyrsta tímann í dag enda ekki á hverjum degi sem slíkt námskeið eru í boði á svo góðum kjörum.