Skip to main content
Fréttir

Von­ast til að safna hálfri millj­ón

By desember 22, 2017No Comments
Frá styrktarleiknum í gær.

Frá styrkt­ar­leikn­um í gær. Ljós­mynd/ Bald­vin Berndsen

Fjöln­ir í Grafar­vogi hélt sinn ár­lega styrkt­ar­leik í íþróttamiðstöðinni Dal­hús­um í gær. Alls söfnuðust um 200 þúsund krón­ur og í þetta sinn renn­ur ágóðinn til sam­tak­anna Hug­arafl sem veita fólki með geðrask­an­ir stuðning.

Meist­ara­flokk­ar bolta­greina Fjöln­is bæði í kvenna- og karla­flokki spiluðu leik­inn, auk þess sem happ­drætti og fleiri viðburðir fóru fram.

Um var að ræða fyrri styrkt­ar­viðburðinn af tveim­ur því ann­an í jól­um verður á Gull­öld­inni haldið upp­boð á íþróttatreyj­um, meðal ann­ars frá Aroni Pálma­syni og Al­freð Finn­boga­syni.

Að sögn Unn­ars Jó­hanns­son­ar, eins af skipu­leggj­end­um viðburðanna, er von­ast til að það ná­ist að safna um hálfri millj­ón króna.

Keppendur í styrktarleiknum.

Kepp­end­ur í styrkt­ar­leikn­um. Ljós­mynd/ Bald­vin Berndsen

Hann seg­ir að full­trú­ar frá Hug­arafli hafi mætt á styrkt­ar­leik­inn og þeir hafi í lok þeirra og þakkað kær­lega fyr­ir fram­takið.

„Það er gott að styðja sam­tök sem eru ekk­ert mikið í umræðunni en eru samt gríðarlega stór,“ seg­ir Unn­ar, sem er mjög sátt­ur við hvernig gekk í gær.

Upp­hæðin verður af­hent á milli jóla og ný­árs. Hægt er að styrkja verk­efnið með því að leggja inn á reikn­ing­inn 0331-13-111231. Kennitala: 250689-2179.